
Guðmundur Símonarson Mynd Brot

Guðrún Jónsdóttir Nordal Mynd Brot
Guðmundur Símonarson fæddist í Skagafjarðarsýslu 27. september, 1865. Dáinn í Manitoba 5. júlí, 1927.
Maki: Guðrún Jónsdóttir Nordal f. 15. apríl, 1871 í Mýrasýslu. Dáin 15. ágúst, 1927.
Barnlaus en tóku í fóstur stúlku, Myrtle að nafni sem var systurdóttir Guðmundar.
Guðmundur fór vestur til Ontario í Kanada með foreldrum sínum og systur árið 1874. Þau voru í Kinmount fyrsta veturinn og þar dó systir hans, Guðrún, á þriðja ári. Þaðan lá leiðin til Nýja Íslands en 1882 fór fjölskyldan í Argylebyggð. Guðmundur vann þar í byggðinni fram yfir aldamót en 1903 flutti hann til Glenboro og rak þar landbúnaðarverslun við annan mann fáein ár. Hvarf þaðan aftur í Argylebyggð en endaði svo loks í Winnipeg. Guðrún fór vestur til Manitoba með foreldrum sínum árið 1876.
