
Guðni Ólafsson Mynd VÍÆ II
Guðni Ólafsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 21. september, 1883. Dáinn í Manitoba 22. ágúst, 1959. Thorleifsson vestra.
Maki: 20. nóvember, 1912 Signý Eyjólfína Jóhannsdóttir (Lena) f. 21. nóvember, 1890.
Börn: 1. Allan Ólafur f. 7. desember, 1919 2. Edna Björk f. 10. október, 1921 3. Herbert Lincoln f. 7. september, 1923.
Guðni var sonur Ólafs Þorleifssonar og Sesselju Guðbjargar Guðnadóttur, sem vestur fluttu árið 1887. Þau bjuggu fyrst á Big Point, austan við Manitobavatn en árið 1894 fluttu þau til Langruth og bjuggu þar. Guðni var fyrst bóndi en eftir að hann kvæntist sneri hann sér að járnsmíði. Signý var dóttir Jóhanns Gottfred Jónassonar og Sigurborgar Pálsdóttur, landnema í Argylebyggð í Manitoba. Hún varð kennari og kenndi víða í Manitoba í 21 ár.