Guðný Antoníusdóttir

ID: 14900
Fæðingarár : 1858
Dánarár : 1925

Guðný Antoníusdóttir fæddist árið 1858 í S. Múlasýslu. Dáin í Manitoba 2. janúar, 1925.

Maki: 14. janúar, 1886 Jóhann Baldvin Benediktsson f. árið 1850 í N. Múlasýslu, d. í Winnipeg 28. nóvember, 1919. Baldvin Benediktson vestra

Börn: 1. Þorvaldur 2. Benedikt 3. Baldvin 4. Halldór 5. Karl 6. Jón. Synirnir, allir fæddir vestra, tóku eftirnafnið Baldwin.

Guðný fór vestur til Manitoba árið 1879. Jóhann Baldvin fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og settist að í Víðirnesbyggð í Nýja Íslandi. Þar hét Baldurshagi. Þaðan flutti hann til Winnipeg árið 1881 og tók svo land í Argylebyggð 1883. Þar bjó hann þar til aldurinn fór að segja til sín. Þá flutti hann til Glenboro og þaðan svo til Winnipeg þar sem hann dó.