
Gunnar Matthíasson Mynd VÍÆ II

Guðný Árnadóttir Mynd VÍÆ II
Guðný Árnadóttir fæddist 3. júlí, 1883 í Argylebyggð í Manitoba.
Maki: 25. október, 1905 Gunnar Matthíasson f. að Odda í Rangárvallasýslu 7. ágúst, 1882.
Börn: 1. Elín Guðrún f. 29. ágúst, 1907 2. Unnur Helga f. 31. júlí, 1911 3. Þóra Anna f. 7. janúar, 1914 4. Matthías Árni f. 8. mars, 1915.
Guðný var dóttir Árna Sveinssonar, landnámsmanns í Argylebyggð og konu hans Guðrúnu Helgu Jónsdóttur. Gunnar var sonur Matthíasar Jochumssonar skálds og þriðju konu hans, Guðrúnar Runólfsdóttur. Hann flutti til Akureyrar með foreldrum sínum árið 1887 og var í Möðruvallaskóla eitt ár. Flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1898 og fór í Argylebyggðina. Hann flutti vestur að Kyrrahafi til Seattle og lærði múrverk. Vann við það ein tíu ár en lærði þá lyfjafræði, keypti lyfjaverslun með Bjarna Jóhannssyni og saman ráku þeir hana í 14 ár. Flutti til Los Angeles árið 1937 þar sem hann sneri sér aftur að múrverki. Hann heimsótti Ísland fyrst árið 1909, aftur árið 1947 með konu sinni en þá höfðu íslensk ungmenni sem nutu aðstoðar þeirra á námsárum sínum í Kaliforníu boðið þeim til Íslands. Loks heimsótti hann Ísland árið 1954 með Þóru dóttur sinni sem þá var kunn söngkona og hélt hún nokkrar söngskemmtanir í Reykjavík.