
Guðný Margrét Friðriksdóttir Mynd VÍÆ I
Guðný Margrét Friðriksdóttir fæddist 16. nóvember, 1884. Dáin 29. júlí, 1965 í Kaliforníu.
Maki: 6. júní, 1910 Björn Stígsson f. í N. Dakota 29. maí, 1885, d. í Los Angeles 7. október, 1954. Bjorn Thorvaldson eða Thorwaldson vestra.
Börn: 1. Friðrik Björn f. 9. maí, 1911, d. 8. nóvember, 1927 2. Þórunn Ingibjörg f. 11. mars, 1913 3. Margrét Halldóra f. 1. október, 1914 4. Ruth Alice f. 15. ágúst, 1916 5. Albert Ólafur f. 2. mars, 19128, d. 1944 6. Pauline Guðrún f. 12. júlí, 1920 7. Valdimar Stígur f. 27. febrúar, 1924 8. Friðrika Elfreda f. 19. febrúar, 1928.
Björn var sonur Stígs Þorvaldssonar og Þórunnar Björnsdóttur sem bjuggu í Akrabyggð í N. Dakota en foreldrar Guðnýjar voru Friðrik Jóhannesson og seinni kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Björn var bílvirki og rak verkstæði og bifreiðaumboð í bænum Cavalier í Pembina sýslu. Þau hjón fluttu seinna til Kaliforníu.