Guðný Sigtryggsdóttir

ID: 8963
Fæðingarár : 1892

Guðný Kristrún Sigtryggsdóttir fæddist í S. Þingeyjarsýslu 18. september, 1902.

Ógift og barnlaus.

Hún var dóttir Sigtryggs Sigvaldasonar og Guðnýjar Karítas Friðbjarnardóttur og fór með þeim til Vesturheims árið 1892. Þau bjuggu fyrst í Argylebyggð í Manitoba, en fluttu árið 1903 í þorpið Baldur í Manitoba.  Sigtryggur lést á Betel á Gimli 8. september, 1956 og bjó þá Guðný Karítas hjá dóttur sinni eftir það. Þær settust að í Winnipeg árið sem hann dó. Guðný þjáðist af liðagigt frá níu ára aldri og átti erfitt með gang. Það varð henni til blessunar að hún fékk ung áhuga á listum og helgaði sig þeim. Myndir hennar vöktu athygli í Winnipeg.