
Aftari röð: Jónas, Guðný, Hákon og Gústaf. Fremri röð Lilja, Una, Svava og Marino. Mynd RbQ
Guðný Sólmundardóttir fæddist í Mikley í Nýja Íslandi 16. september, 1890.
Maki: 1912 Hákon Jónasson f. 24. desember, 1885 í S. Þingeyjarsýslu. Hakon Kristjanson vestra.
Börn: 1. Jónas Ingiberg f. 16. september, 1913 2. Arnþór Sólmundur f. 14. september, 1915, d. 26. júní, 1918 3. Gústaf Runeberg f. 14. ágúst, 1917 4. Arnþór Marino f. 15. júlí, 1920 5. Lilja Guðrún f. 6. ágúst, 1922 6. Una Hildigerður f. 14. júlí, 1927, tvíburi 7. Svava Hallfríður f.14.júlí, 1927.
Guðný var dóttir Sólmundar Símonarsonar og Guðrúnar Aradóttur landnema í Mikley. Hákon fór vestur með foreldrum sínum, Jónasi Kristjánssyni og Guðrúnu Þorsteinsdóttur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 og þaðan til N. Dakota. Hann flutti í Vallarbyggð (Gerald) árið 1902 og í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1912. Keypti land í Kandahar/Dafoe byggð.
