ID: 3159
Fæðingarár : 1862
Guðríður Jónsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 15. september, 1862.
Maki: Jón Sigurðsson fæddist í Mýrasýslu 1. júlí, 1863. Dáinn 15. mars, 1955 í Manitoba.
Börn: 1. Sesselja f. 1888 2. Ólafía f. 1890 3. Ingimundur f. 1891 4. Jón Friðrik f. 27. október, 1892 5. Guðmundur f. 1895 6. Reimar f. 1896 7. Þórður f.1897 8. Sigurrós f. 1898 9. Kristín 10. Fjalar 11. Lovísa.
Jón og Guðríður fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba með níu elstu börn sín árið 1898. Þau bjuggu fyrstu tólf árin í Brandon en fóru þaðan í Álftárdal og námu land um 16 km suður af þorpinu Bowsman.