ID: 4303
Fæðingarár : 1888
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1968

Guðríður Magnúsdóttir Mynd Dm
Guðríður Magnúsdóttir fæddist í Dalasýslu 26. september, 1888. Dáin í Lundar árið 1968.
Maki: Snæbjörn Einarsson fæddur í Barðastrandarsýslu 20. október, 1881, d. í Lundar árið 1950.
Börn: 1. Magnús f. 4. október, 1910 2. Ólafur f. 1911 3. Þórdís 4. Halldór 5. Karl, 6. Leifur 7. Helen 8. Lillian 9. Jocelyn 10. Mercedes 11. Dennis.
Guðríður fór vestur til Manitoba árið 1893 með foreldrum sínum, Magnúsi Gíslasyni og Þórdísi Magnúsdóttur. Þau settust að í Lundarbyggð. Snæbjörn flutti til Manitoba árið 1898 og fór í Lundarbyggð. Hann hóf verslunarrekstur í Clarkleigh en flutti hana árið 1911 til Lundar og rak hana þar áfram.
