Guðríður Sigbjörnsdóttir fæddist í S. Múlasýslu 12. mars, 1874. Dáin 1962 í Minnesota. Hofteig vestra.
Maki: 27. maí, 1893 Jóhann Gunnlaugsson fæddist 24. apríl, 1856 í S. Múlasýslu. Dáinn 29. janúar, 1942 í Yellow Medicine sýslu í Minnesota. Johann (John) Gunlogson vestra.
Börn: 1. Vilhjálmur (William) f. 6. mars, 1894 2. Jónína (Nins) f. 1895 3. Stefán (Stephen) f. 7. júlí, 1901 4. Jóhann (John) f. 8. júní, 1903 5. Alice f. 1917.
Jóhann fór vestur til Minnesota árið 1877, ári fyrr en foreldrar hans, Gunnlaugur Magnússon og Guðfinna Vilhjálmsdóttir og systkini. Hann settist að í Westerheim hreppi, nálægt Minneota. Guðríður fór vestur ári seinna með foreldrum sínum, Sigbirni Sigurðssyni og Steinunni Magnúsdóttur og systkinum. Þau settust að í sama hreppi í Minnesota. Jóhann og Guðríður bjuggu í Yellow Medicine sýslu í Minnesota.
