Guðrún A Runólfsdóttir

ID: 19909
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1901
Fæðingarstaður : Winnipeg

Guðrún Aðalbjörg Runólfsdóttir fæddist í Winnipeg 1. júlí, 1901. Marteinsson og seinna Cain vestra.

Maki: 1. 29. janúar, 1931 Charles E Hill d. 1. apríl, 1951 2. Wilson E Cain.

Guðrún var dóttir séra Runólfs Marteinssonar, prests í Manitoba og Ingunnar Sigurgeirsdóttur. Hún gekk í Jóns Bjarnasonar skóla, tvö ár í Wesley College og stundaði kennaranám eitt ár í Winnipeg Normal School. Þá tók við kennsla í átta ár áður en hún giftist.