
Guðrún Björg Björnsdóttir Mynd VÍÆ III
Guðrún Björg Björnsdóttir fæddist í N. Múlasýslu 20. október, 1888.
Maki: 28. apríl, 1915 Jóhann Vilhjálmur Jóhannsson f. í Gimli, Manitoba 3. október, 1885. Arnason vestra.
Börn: 1. Björn Valdimar f. 25. maí, 1916 2. Ólöf Sigrún f. 4. janúar, 1919 3. Jóhann Theodor f. 15. mars, 1921 4. Anna Jónína Lillian f. 29. mars, 1923 5. Jón Júlíus f. 23. júní, 1925 6. Hermann Elswood f. 22. desember, 1927 7. Elín Agnes f. 29. Janúar, 1930 8. Friðrik Marínó f. 25. nóvember, 1933 9. Gerður Leslie f. 16. ágúst, 1937.
Jóhann var sonur Jóhanns Péturs Árnasonar og Dórótheu Abrahamsdóttur, sem vestur fluttu til Manitoba árið 1882. Þau settust að í Nýja Íslandi. Guðrún var dóttir Björns Jónssonar og Guðrúnar Grímsdóttur, sem vestur fluttu frá Vopnafirði árið 1892 og settust að á Gimli. Jóhann og Guðrún bjuggu alla tíð á Gimli í Nýja Íslandi.