Guðrún Benediktsdóttir

ID: 13829
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1913

Guðrún Emilía Benediktsdóttir Mynd VÍÆ IV

Guðrún Emilía Benediktsdóttir fæddist í Múla í S. Þingeyjarsýslu árið 1854. Dáin 26. janúar, 1913 í Washington.

Maki: 29. júlí, 1876. Sigfús Magnússon fæddist í S. Þingeyjarsýslu 19. mars, 1845. Dáinn 31. október, 1932 í Toppenish í Washington.

Börn: 1. Bergþóra f. 20. maí, 1877 2. Þorgerður f. 28. desember, 1879, d. 1932 3. Leifur f. 7. júlí, 1882 4. Hilda 5. Amy f. 22. janúar, 1887 6. Vesta f. 5. mars, 1898. Fósturdóttir, Sigurrós Guðnadóttir f. 1872 fór með þeim vestur.

Sigfús fór vestur til Milwaukee í Wisconsin árið 1873. Vorið 1874 fór hann í landaleit í Nebraska og keypti land nálægt smábænum Firth suður af Lincoln. Hann skilaði því landi áður en  hann sneri aftur til Íslands haustið 1874 til að sækja heitmey sína.

Dráttur varð á vesturför til baka en þau fóru til Nebraska árið 1886 og settust að í Long Pine. Þar fékk hann borgararéttindi og nam land nærri þorpinu. Bjó þar einhver ár en flutti til Duluth í Minnesota árið 1892 þar sem hann bjó í mörg ár. Vinnukona, Guðrún Björnsdóttir f. 1834 kom með þeim vestur. Í manntali í Minnesota 1920 er Guðrún skráð hjá þeim. Haustið 1912 heimsótti Guðrún Bergþóru dóttur sína í Washington við Kyrrahaf, vildi vera í mildara loftslagi en þar lést hún nokkrum mánuðum síðar. Hún hafði gert merkilega ráðstöfun bæri dauða hennar að meðan á heimsókninni stóð; hún skyldi brennd og það var gert í Tacoma í Washington. Sigfús flutti seinna vestur að Kyrrahafi til dóttur sinnar Bergþóru.