Guðrún E Sigurðardóttir

ID: 19535
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1913

Guðrún Erlendína Sigurðardóttir fæddist 23. apríl, 1878 í Dalasýslu. Dáin í Manitoba 19. febrúar, 1913.

Maki: Friðbjörn Jóhannsson fæddist í S. Þingeyjarsýslu árið 1866.

Börn:  1. Jóhann.

Friðbjörn fór vestur árið 1878 með foreldrum sínum, Jóhanni Sigurðssyni og Jóhönnu Jónatansdóttur og systkinum. Þau settust að í Manitoba. Guðrún fór vestur árið 1887 með sínum foreldrum, Sigurði Erlendssyni og Hólmfríði Steindórsdóttur. Friðbjörn og Guðrún námu land í Big Grass byggð, nálægt Ísafoldar- Pósthúsi en þessi litla sveit var vestur af Langruth í Manitoba.