Guðrún Einarsdóttir fæddist 4. nóvember, 1854 í N. Múlasýslu. Dáin 7. mars, 1929 í Akrabyggð í N. Dakota.
Maki: Matúsalem Ólason fæddist í N. Múlasýslu 14. maí, 1850. Dáinn í N. Dakota 4. október, 1935.
Börn: 1. Jón f. 22. september, 1874 2. Óli f. 1876, d. 1. september, 1876 á Gimli 3. Salný f. 5. október, 1877, d. 1878 4. Óli f. 3. apríl, 1879 5. Salný f. 10. ágúst, 1880 6. Stefán f. 30. mars, 1882 7. Sigríður f. 29. nóvember, 1885 8. Pétur dó stuttu eftir fæðingu 9. Guttormur 10. Vigfús Björgvin f. 22. desember, 1889 11. Guðrún 12. Anna Sigríður f. 15. febrúar, 1894 13. Skafti.
Matúsalem (Metúsalem í sumum heimildum) og Guðrún fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með tvo, yngstu syni sína. Ola misstu þau, nýkomin til Gimli í Nýja Íslandi. Þau bjuggu fjögur ár við Íslendingafljót en fluttu árið 1881 í Akrabyggð í N. Dakota og bjuggu þar alla tíð.