ID: 18470
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1890
Guðrún Jakobsdóttir fæddist 26. febrúar, 1890, á Bjarnastöðum í Muskoka í Ontario. Ettie Einarsson vestra.
Maki: 28. ágúst, 1907 Vigfús Einarsson f. í Borgarfjarðarsýslu 15. Maí, 1883, d.í Ontario í Kanada 22. janúar, 1951.
Börn: 1. Paul Jacob Vigfús f. 10. febrúar, 1909 2. Ruben Gísli f. 3. desember, 1910 3. Elgen Þórður (Thordur) f. 15. september, 1912 4. Wallace Aðalsteinn f. 3. febrúar, 1915 5. Isabel Elín f. 3. ágúst, 1916.
Guðrún var dóttir Jakobs Einarssonar og Jórunnar Pálsdóttur landnema í Ontario. Vigfús flutti vestur til Ontario í Kanada með foreldrum sínum, Einari Bjarnasyni og Sesselju Guðmundsdóttur árið 1887. Þau settust að í Muskoka sýslu.
