Guðrún Grímsdóttir

ID: 5252
Fæðingarár : 1827
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1908

Guðrún Grímsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 17. maí, 1827. Dáin í Pembina í N. Dakota 21. febrúar, 1908.

Maki: Þórður Árnason f. 24. júní,1816, d. í Milwaukee 1873.

Börn: 1. Árni f. 1. ágúst, 1848; d. Aug. 8, 1848 2. Gísli f. 21. júní, 1849, dó í fæðingu 3. Árni f. 25. júní, 1850; d. 1. júlí sama ár. 4. Guðrún f. 1851 5. Grímur f. 16. júní, 1854, d. 23. apríl, 1911 6. Hjálmar f. 5. október, 1856; d. 26. febrúar, 1859 7. Helga Kristín f. 3. janúar, 1859; d. 3. desember, 1859 8. Ingibjörg Hjálmrún f. 1860 9. Tómas f. 10. desember, 1862, d. 23. desember, 1862 10. Þórður f. 3. janúar, 1865 11. Hjörtur f. 12. maí, 1867, d. 6. janúar, 1945 12. Árni Guðmundur f. 26. ágúst, 1869.

Guðrún fór vestur til Milwaukee í Wisconsin með manni sínum og börnum árið 1873. Ný orðin ekkja sumarið 1873 fór hún með löndum sínum úr borginni í vist hjá norskum bónda í Danesýslu. Þar dvaldi hún fram á haustið 1874 en flutti þá í ungu, íslensku byggðina í Shawano sýslu. Um 1880 flutti hún síðan í Garðarbyggðina í N. Dakota. Dætur hennar, Guðrún og Ingibjörg fluttu á einhverjum tímamótum til Chicago því Hjörtur, bróðir þeirra, fór frá N. Dakota til Chicago árið 1885 og hitti þar fyrir systur sínar.