Guðrún Guðjónsdóttir

ID: 16784
Fæðingarár : 1900

Guðrún Hallson Mynd VÍÆ I

Guðrún Guðjónsdóttir fæddist í N. Múlasýslu, 14. febrúar, 1900. Hallson vestra eftir giftingu.

Maki: 17. mars, 1922 Gísli Eiríksson f. í N. Múlasýslu 8. ágúst, 1884. Dáinn í Vogum í Manitoba 21. apríl, 1948. Hallson vestra.

Börn: 1. Arnold f. 25. msí, 1924 2. Eiríkur f. 7. júní, 1927 3. Anna f. 11. nóvember, 1928 4. Herbert f. 10. febrúar, 1938.

Gísli fór til Vesturheims 18 ára árið 1903. Hann fór til Manitoba og gerðist bóndi í Vogum.  Guðrún flutti vestur til Manitoba með foreldrum sínum, Guðjóni Pétri Vigfússyni og Önnu Jónínu Hjálmarsdóttur árið 1912. Þau settust að við norðanvert Manitobavatn. Guðrún var lengi kennari í Siglunesbyggð og bjó í Vogum.