Guðrún Ingimundardóttir

ID: 16306
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1904

Guðrún Ingimundardóttir Mynd VÍÆ I

  Guðrún Ingimundardóttir fæddist 30. nóvember, 1904 í N. Dakota.

Maki: 1) Elías Stefánsson í Hensel, N. Dakota d. 27. nóvember, 1937 í Minneapolis. 2) 21. maí, 1939 Jón Hallgeir Sigurjónsson fæddist 22. mars, 1887 í S. Þingeyjarsýslu. Axdal vestra. Guðrún var seinni kona hans.

Barnlaus.

Guðrún var dóttir Ingimundar Leví Guðmundssonar og Kristínar Jónsdóttur í Akra, í N. Dakota. Jón Hallgeir fluttist vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum árið 1890 og fór með þeim til N. Dakota. Hann fór ungur til Colorado og stundaði þar verslunarstörf í 19 ár. Sneri aftur til N. Dakota og hóf hótelrekstur í Cavalier.