Guðrún Ingjaldsdóttir

ID: 6307
Fæðingarár : 1877

Guðrún Margrét Ingjaldsdóttir fæddist 30. október, 1877 í Húnavatnssýslu.

Maki: 1902 Þorgeir Símonarson fæddist 1. ágúst, 1864 í Árnessýslu. Dáinn í Birch Bay í Washington 24. október, 1936.

Börn: 1. Árni 2. Sigrún 3. Einar 4. drengur d. 13 ára.

Guðrún fór til Vesturheims með móður sinni, Þóru Kristófersdóttur og systkinum árið 1888. Þau fóru til Winnipeg þar sem faðir Guðrúnar beið þeirra. Þorgeir fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886 og var þar í þrjú ár. Hann flutti vestur að Kyrrahafi árið 1889 en sneri aftur til Manitoba. Þorgeir nam land í Big Point og var með fyrstu landnemum þar en búskapur átti ekki við hann. Þaðan flutti hann vorið 1895 vestur að Kyrrahafi og settist að í Seattle.  Guðrún og Þorgeir settust að í Blaine í Washington árið 1904.