Guðrún J Kristjánsdóttir

ID: 16257
Fæðingarár : 1891

Guðrún Jóhanna Kristjánsdóttir fæddist í S. Þingeyjarsýslu 11. maí, 1891.

Guðrún J Kristjánsdóttir Mynd VÍÆ I

Maki:  2. apríl, 1922 Páll Andrésson f. 9. maí, 1881 í S. Þingeyjarsýslu, d. í Manitoba 25. maí, 1959. Paul A. Anderson vestra.

Börn: 1. Kristján Gunnar f. 23. ágúst, 1926 2. Margrét Hólmfríður f. 21. janúar,1933

Guðrún flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1913 og bjó þar í sex ár en fór aftur heim 1919. Fór svo vestur aftur seinna. Páll fór vestur með foreldrum sínum og bræðrum árið 1887 til Winnipeg í Manitoba. Fjölskyldan settist að í Argylebyggð og þar ólst Páll upp. Páll rak verslun í Glenboro í félagi við Snæbjörn, bróður sinn og nefndu það Anderson Bros.