Guðrún Jónsdóttir

ID: 19670
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Árnessýsla

Guðrún Jónsdóttir Mynd Almanak 1930

Guðrún Jónsdóttir fæddist árið 1870 í Árnessýslu.

Maki: 1905 Þórarinn Jónsson: Fæddur í Skaftártungu í V. Skaftafellssýslu árið 1874.

Börn: upplýsingar vantar.

Guðrún var með móður sinni, Steinunni Jónsdóttur í Úthlíð í Árnessýslu árið 1890. Óljóst hvenær hún fór til Vesturheims, líklega um svipað leyti og Þórarinn, sem flutti vestur frá Reykjavík árið 1900. Vann hjá Búa Jónssyni á veturna fyrstu árin við fiskveiðar en á sumrin bjó hann í Winnipeg. Fluttu til Winnipegosis og bjuggu þar eftir það.