Guðrún Jónsdóttir fæddist árið 1844 í S. Múlasýslu. Dáin í Vatnabyggð árið 1912.
Maki: Þorleifur Jóakimsson f. 13. september, 1847 í N. Múlasýslu, d. 21. júní, 1923 í Manitoba. Jackson vestra.
Börn: 1. Anna Sigríður 2. Ragnhildur 3. Þórstína Sigríður f. 27. júlí, 1891. Anna og Ragnheiður dóu báðar úr skarlatssótt barnungar.
Guðrún Jónsdóttir yfirsetukona flutti vestir árið 1881 og fór til N. Dakota. Hún hafði lokið námi hjá Fritz Zeuthen, héraðslækni á Eskifirði í ljósmóðurfræði árið 1879. Átti sú þekking eftir að reynast mörgum landnámskonum vestra vel. Þorleifur fór vestur til Nýja Íslands árið 1876 en flutti þaðan sumarið 1877. Hann nam land í Akrabyggð í N. Dakota árið 1881 fór þaðan 1903 og nam land vestur af Leslie í Vatnabyggð í Saskatchewan. Hann brá búi árið 1912, seldi land og skepnur og flutti til Manitoba. Þar bjó hann ýmist í Winnipeg eða Selkirk. Guðrún Jónsdóttir yfirsetukona flutti vestir árið 1881.
