Guðrún Jónsdóttir Austmann

ID: 19066
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1952

Guðrún Jónsdóttir Austmann fæddist í Vestmannaeyjum 28. mars, 1855. Dáin 8. júní, 1952 í Chicago.

Maki: Richard Christiansen norskrar ættar

Börn: 1. Henry 2. Ester

Guðrún var dóttir Jón Jónssonar Austmann og konu hans Rósu Hjartardóttur. Árið 1870 er hún skráð heima hjá þeim í Þorlaugargerði, 15 ára en er þar ekki 1880, líklega þá farin vestur. Maður Guðrúnar var iðnmeistari í Chicago. Vel ræddist úr börnum þeirra því Henry var kunnur háls-nef og eyrnalæknir í borginni en Ester fræg útvarpssöngkona, listamannanafn hennar var Peggy Richards..