Guðrún Ólafsdóttir fæddist í Strandasýslu árið 1868. Dáin í Mouse River byggð 13. desember, 1947.
Maki: Guðbjartur Jónsson fæddist árið 1866 í Strandasýslu. Dáinn 24. september, 1939 í Mouse River byggð.
Börn: 1. Níels f. 1899, Justice Nels Johnson vestra. Dáinn 2. desember, 1958 2. Þórunn Lilja f. 27. september, 1901 í Mouse Riverbyggð 3. Einar 4. O. W. 5. Dr. C.G. Johnson 6. Jón (John) d. 1918.
Guðbjartur og Guðrún fluttu til Vesturheims og settust að í Mouse Riverbyggð í N. Dakota. Séra Valdimar Eylands kvæntist Þórunni Lilju 27. desember, 1925. Hann segir í ævisögu sinni Úr Víðidal til Vesturheims þetta um börn Guðbjarts og Guðrúnar bls. 132:,, Á Íslandi áttu þau Guðbjartur og Guðrún síðast heima á Akranesi. Þaðan fluttust þau um aldamótin vestur um haf með ársgamlan dreng, Níels að nafni, en hann varð síðar víðkunnur lögmaður í Norður-Dakota og dómari í hæstarétti þess ríkis. Tveir synir þeirra urðu mikils metnir læknar, en næst elsti drengurinn dó úr spönsku veikinni árið 1918. Enn áttu þau son, sem varð lögmaður í Lakota, N.D. Lilja var einkadóttirin, og var hún einnig til mennta sett, þótt efnin væru lítil. Að loknu gagnfræðaprófi í nágrenni sínu gekk hún á kennaraskóla í Minot og útskrifaðist þaðan.“
