
Guðrún Sigríður Albertsdóttir Mynd Hnausa Reflections
Guðrún Sigríður Albertsdóttir fæddist í Geysirbyggð 6. ágúst, 1893. Dáin í Selkirk 27. mars, 1965.
Maki: 14. maí, 1914 Jakob Guðjónsson f. 2. september, 1883 í N. Múlasýslu, d. á Gimli 25. apríl, 1950.
Börn: 1. Albert f. 10. mars, 1915 2. Jónína Stefanía f. 27. nóvember, 1916 3. Árni f. 17. nóvember, 1922 4. Sveinn Ingiberg f. 26. apríl, 1926, d. 24. maí, 1926 5. Sveinbjörg Magnúsína Violet f. 28. janúar, 1928 6. Ástrós Helga Emily f. 24. Október, 1930 7. Kristinn Sigursteinn f. 26. nóvember, 1933.
Guðrún var dóttir Alberts Sigursteinssonar og Sigurrósar Jónsdóttur í Geysirbyggð. Jakob fór til Vesturheims árið 1903 með frændum sínum Benedikt og Jóni Halldórssonum. Við komuna til Manitoba fór hann í íslensku byggðina nærri Otto þar sem fregnir bárust að Magnúsi nokkrum Magnússyni, útgerðarmanni í Breiðuvík í Nýja Íslandi, vantaði menn til fiskveiða. Magnús fór og fékk vinnu hjá Magnúsi og bjó hjá honum á Eyjólfsstöðum í Hnausabyggð. Jakop nam land og nefndi bæ sinn Jónsstaði. Þar bjuggu þau síðan.