ID: 16911
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893

Guðrún Sigríður Jónasdóttir Mynd VÍÆ I
Guðrún Sigríður Jónasdóttir fæddist í Geysisbyggð í Nýja Íslandi 1. október, 1893.
Ógift og barnlaus.
Guðrún var dóttir Jónasar Þorsteinssonar og Lilju Friðfinnsdóttur, landnema í Geysisbyggð í Manitoba árið 1883. Þar lauk hún grunnskólamenntun og lagði fyrir sig hjúkrunarstörf. Starfaði í kvenfélagi og safnaðarnefnd.
