Guðrún Sigurjónsdóttir

ID: 19018
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1879

Guðrún Sigurjónsdóttir fæddist í Marklandi í Nova Scotia 10. júlí, 1879. Runa Swanson vestra.

Maki: 10. júlí, 1898 Eiríkur Magnússon fæddist í N. Múlasýslu 14. mars, 1870. Dáinn í Cincinnati í Ohio 19. janúar, 1968. Eric M. Thorsteinson vestra.

Börn: 1. Erlind Hjálmar f. 9. október, 1899 2. Lillian Margrét f. 16. desember, 1900 3. Elvira Elízabet f. 23. október, 1903 4. Lyle John f. 14. nóvember,1906  5. Ellsworth Steven f. 30. september, 1907.

Guðrún var dóttir Sigurjóns Svanlaugssonar og Elisabetu Guðmundsdóttur sem settust að í Marklandi í Nýja Skotlandi. Þau fluttu til Minnesota árið 1880. Eiríkur flutti vestur til Minnesota árið 1878 með föður sínum, Magnúsi Þorsteinssyni og konu hans, Vilhelmínu Guðmundsdóttir. Samferða var afi hans, Þorsteinn Erlendsson. Þau settust að í Lincoln sýslu. Þar ólst Eiríkur upp og keypti land í byggðinni árið 1892. Árið 1905 leigði hann land sitt og hús og flutti í þorpið Marshall. Seinna flutti hann með fjölskylduna til St.Paul í Minnesota en árið 1913 seldi hann jörð sína og hús og settist að í Minneapolis. Fékkst við viðskipti þar í bæ uns hann flutti til Kaliforníu árið 1923.