Guðrún Skaftadóttir fæddist í Nýja Íslandi 20. maí, 1880.
Maki: 4. október, 1910 Pétur Gísli Magnús Torfason f. í Reykjavík 20. september, 1877.
Börn: 1. Anna Eleanor f. í Chicago 12. janúar, 1912 2. Arthur Lloyd f. í Edmonton 26. júní, 1913 3. Hermann August f. í Edmonton 5. desember, 1914 4. Sylvia f. í Manitou í Manitoba 19. maí, 1819.
Foreldrar Guðrúnar voru Skafti Arason og Anna Guðrún Jóhannsdóttir, landnemar í Nýja Íslandi og Argylebyggð. Pétur fór vestur um haf til New York með móður sinni, Jóhönnu Jóhannsdóttur árið 1877. Þaðan lá leið þeirra til Chicago í Illinois árið 1887. Torfi Magnússon, faðir hans var þá þangað kominn og bjuggu foreldrar hans þar til ársins 1897 en þá fluttu þeir til baka til Íslands. Pétur flutti á fyrsta áratug 20. aldar til Glenboro þar sem hann kynntist hann Guðrúnu. Þau fluttu vestur til Edmonton í Alberta þar sem þau voru nokkur ár en sneru til baka til Glenboro og þaðan skömmu síðar til Manitou. Þau enduðu í Winnipeg.
