ID: 13713
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1918
Guðrún Sveinbjörnsdóttir fæddist 1. nóvember, 1881 í Gullbringusýslu. Dáin í Vatnabyggð árið 1918.
Maki: Jón Jónsson f. að Görðum á Álftanesi í Gullbringusýslu 25. janúar, 1871, d. í Wynyard árið 1946. Ættarnafnið Garðar (Gardar) vestra.
Börn: 1. Guðrún Margrét f. 1900 2. Pálína Ragna f. 1902, d. 1903.
Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903 og síðan vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan. Pálína lést á leiðinni yfir Atlantshafið.
