ID: 6671
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Guðrún Þorleifsdóttir fæddist árið 1858 í Skagafjarðarsýslu. Anderson vestra.
Maki: Ólafur Andrésson f. í Skagafjarðarsýslu árið 1856. Anderson vestra.
Börn: 1. Jóhann Pétur f. 15. júli, 1894, d. 12. ágúst, 1946. Upplýsingar um fleiri börn þeirra vantar.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og eftir fáein ár í Manitoba fluttu þau árið 1892 í Lögbergsbyggð í Saskatchewan. Þau komu þangað á afar erfiðum tíma því sléttan í fylkinu var þá að fara í gegnum gríðarlegt þurrkaskeið. Ólafur kom með tíu nautgripi og tókst honum að heyja nóg svo skepnurnar lifðu af mikinn harðindavetur.
