Guðvaldína S Nielson

ID: 16250
Fæðingarár : 1899

Guðvaldína S Nielson Mynd VÍÆ I

Guðvaldína Sigurveig Karlsdóttir fæddist í Vopnafirði, N. Múlasýslu 3. desember, 1899. Ena Anderson vestra.

Maki: 11. maí, 1930 Clifford MacDonald Anderson f. í Winnipeg 19. júlí,1906, d. 22.maí, 1940.

Börn: 1. Carl Arthur f. 8. september, 1936.

Guðvaldína var dóttir Karls Guðmundar Andréssonar og Valgerðar Þorsteinsdóttur í Vopnafirði. Hún fór vestur um haf með þeim árið 1910 og var fyrsta árið hjá Tryggva Þorsteinssyni, móðurbróður síns í Yantallon í Saskatchewan. Flutti svo til Winnipeg og þar innritaðist hún í Success Business College. Að námi loknu vann hún fyrir Kanadastjórn í ein 30 ár. Maður hennar var sonur Árna Jónssonar, lögmanns í Winnipeg, sem vestur flutti árið 1886 með foreldrum sínum og systkinum.