ID: 19122
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1947
Gunnar Björnsson fæddist í N. Múlasýslu árið 1863. Dáinn í Gray´s Harbor í Washingtonríki 17. janúar, 1947.
Maki: 16. júlí, 1898 Sigurborg Ásbjarnardóttir f. 5. maí, 1873, í N. Múlasýslu..
Börn: 1. Jón Þórarinn Rósinkar f. 30. desember, 1900 2. Viktor f. c1906 3. Virginía f. c1913.
Gunnar flutti vestur um haf eftir 1880 og fór til Minnesota. Hann settist að í Lincoln sýslu og bjó þar uns hann flutti með konu sína og börn vestur að Kyrrahafi. Þar settist hann að í Gray´s Harbor í Westport sýslu. Hann var sonur Björns Bjarnasonar og Rósu Jósefsdóttur.
