Gunnar Guðmundsson

ID: 5163
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1910

Gunnar Guðmundsson fæddist 20. júlí, 1849 í Dalasýslu. Dáinn í Gimli í Nýja Íslandi 12. febrúar, 1910. Goodman vestra.

Maki: 1) Sigríður Árnadóttir f. í Strandasýslu 15. júní, 1861. 2) Þorbjörg Erlendsdóttir f. 11. febrúar, 1860 í Borgarfjarðarsýslu.

Börn: Með Sigríði: 1. Sigríður Helga f. 31. október, 1886. Með Þorbjörgu 1. Sigríður d. í æsku.

Gunnar og Sigríður fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og þar lést Sigríður fyrir aldamótin. Gunnar og Þorbjörg fluttu til Gimli og þar lést Gunnar í járnbrautarslysi.