Gunnar Jakobsson

ID: 14002
Fæðingarár : 1882
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1944

Gunnar Jakobsson fæddist í N. Múlasýslu árið 1882. Dáinn árið 1944 í Vatnabyggð í Saskatchewan. Gunnar Thorsteinsson vestra.

Maki: Elín Ragnheiður Jósefsdóttir f. 8. október, 1886 í N. Múlasýslu, d. í Abbotsford í Bresku Kolumbíu árið 1969.

Börn: 1. Björg f. 17. september, 1905 í Winnipeg 2. Walter f. í Gimli 12. nóvember, 1907, d. í Bradner, BC 1974 3. Ida f. í Foam Lake í Vatnabyggð 2. september, 1910.

Elín flutti vestur til Manitoba með móður sinni, Björgu Kristjánsdóttur og manni hennar Sigvalda Jónssyni. Hún bjó hjá þeim á landi þeirra nærri Churchbridge í Saskatchewan, þaðan lá leiðin til Winnipeg og loks í Fljótsbyggð um aldamótin. Þar nam Sigvaldi land og nefndi staðinn Burstafell. Elín var hjá þeim árið 1902 en flutti þá til Winnipeg þar sem hún kynntist Gunnari. Hann var sonur Jakobs Þorsteinssonar og Þóru Gunnarsdóttur sem settust að í Winnipeg árið 1888. Elín og Gunnar fluttu fyrst til Gimli árið 1906 en þaðan lá leiðin í Vatnabyggð árið 1908 þar sem þau námu land suðvestur af Foam Lake. Þar bjuggu þau alla tíð en eftir lát Gunnars flutti Elín vestur að Kyrrahafi.