ID: 14280
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Gunnar Jóhannesson fæddist 12. nóvember, 1867 í N. Múlasýslu. Gunnar Hólm (Holm) vestra.
Maki: 1) 16. júlí, 1898 Jónína Rósa Eðvarðsdóttir f. 1868 í S. Múlasýslu, d. 7. nóvember, 1906. 2) 14. ágúst, 1914 Sæunn Markúsdóttir f. 29. maí, 1870 í Eyjafjarðarsýslu.
Börn: upplýsingar vantar.
Gunnar flutti vestur til Minneota í Minnesota árið 1885 með foreldrum sínum, Jóhannesi Magnússyni og Soffíu Vilhjálsdóttur. Þar bjó hann til aldamóta en fór svo vestur að Kyrrahafi og settist að í Marietta í Washington ríki. Jónína flutti vestur til Minnesota með sínum foreldrum, Eðvarð Þorleifssyni og Sesselju Jónsdóttur, árið 1878. Sæunn flutti til Winnipeg í Manitoba árið 1913 og þaðan áfram til Marietta.
