
Gunnar Þorleifsson Mynd VÍÆ IV

Guðrún Friðriksdóttir Mynd VÍÆ IV
Gunnar Þorleifsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 16. febrúar, 1886. Dáinn í N. Dakota 26. desember, 1948.
Maki: 30. október, 1911 Guðrún Friðriksdóttir f. 4. október, 1888 í Hensel í N. Dakota.
Börn: 1. Friðrik f. 6. apríl, 1912 2. Bríet Ingibjörg f. 1. september, 1913 3. Sigrún Margrét 29. janúar, 1915 4. Auróra Helga 14. október, 1916 5. Vilmar f. 21. janúar, 1919 6. Guðrún Esther f. 21. apríl, 1921 7. Olive Sigríður f. 5. apríl, 1923 8. Marvin Gunnar f. 2. júlí, 1925.
Gunnar flutti vestur til N. Dakota árið 1887 með foreldrum sínum, Þorleifi Gunnarssyni og Sigríði Jónsdóttur. Þau settust að nærri Milton. Guðrún var dóttir Friðriks Jóhannessonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, landnema í Akrabyggð. Gunnar vann við bústörf og trésmíðar, byggði fjölmörg hús í Mouse River byggðinni.
