ID: 20151
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1907
Gunnlaugur Helgason fæddist á Point Roberts í Washingtonríki 9. október, 1907.
Maki: Ella Magnúsdóttir f. í Blaine í Washington 22. júní, 1905.
Börn: 1. Robert Magnús f. 23. desember, 1931 2. Sylvia Dagbjört f. 23. desember, 1931.
Gunnlaugur var sonur Helga Þorsteinssonar og Dagbjartar Dagbjartsdóttur, landnema á Point Roberts árið 1894. Gunnlaugur lauk grunnskólanámi á Point Roberts og siglingafræði frá sjómannaskóla í Seattle. Hann stundaði sjóinn og var skipstjóri 1919-1935, hætti þá sjómennsku og gerðist bóndi á Point Roberts. Ella var dóttir Magnúsar Þórðarsonar og Jóhönnu Þorsteinsdóttur í Blaine.