Gunnsteinn Eyjólfsson

ID: 20593
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1915
Dánarár : 1964

Gunnsteinn Gunnsteinsson fæddist í Manitoba 8. febrúar, 1915. Dáinn í Kanada 23. apríl, 1964. Eyjólfsson vestra.

Maki: Sigurbjörg Steinunn Ásmundardóttir f. í Manitoba 14. janúar, 1907. Olson vestra.

Börn: 1. Clarice Laura f. 4. febrúar, 1937 2. Kristine Ruth f. 7. maí, 1940 3. Jóhannes Keith f. 26. febrúar, 1945 4. Gunnsteinn Marvin f. 26. febrúar, 1945 5. Linda Sigrid Irene f. 19. september, 1947.

Gunnsteinn var sonur Gunnsteins Eyjólfssonar í Unalandi í Nýja Íslandi og Guðfinnu Eiríksdóttur. Hann var um árabil skipstjóri á fljótabátum á Mackenzie ánni í norðanverðu Kanada. Sigurbjörg var dóttir Ásmundar Ólafssonar (Olson vestra) og Kristínar Guðbjargar Hjálmarsdóttur.