Halldór Briem

ID: 19583
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1929

 

Halldór Briem

  Halldór Briem fæddist á Espihóli í Eyjafjarðarsýslu 5. september, 1852. Dáinn á Íslandi 29. júní, 1929.

Maki: 1880 Susie Taylor f. 28. mars, 1861.

Börn: 1. Haraldur Eggert f. 8. mars, 1893, d. í júlí, 1893 2. Valdimar Sigurður f. 16. maí, 1895.

Halldór fór fararstjóri með stóran hóp Íslendinga til Nýja Íslands árið 1876. Þar ritstýrði hann Framfara til ársins 1880, var þá vígður prestur af séra Jóni Bjarnasyni og vann prestverk í Manitoba það ár en tók kalli frá söfnuðum Íslendinga í Minnesota. Hann fékk kennarastöðu á Íslandi og flutti heim til Íslands árið 1882.