Halldór Guðjón Jónsson fæddist 13. janúar, 1873 í N. Múlasýslu. Dáinn í Riverton 19. mars, 1955. Austmann (Eastmann) vestra.
Maki: 27. apríl, 1897 Anna Sigríður Hálfdánardóttir f. 28. mars, 1876 í N. Þingeyjarsýslu, d. 8. júní, 1932.
Börn: 1. Guðlaug Jónína f. 20. desember, 1897 í Roseau í Minnesota 2. Gunnsteinn Sullivan f. í Fljótsbyggð 20. mars, 1899 3. Hálfdán Ragnar f. 4. apríl, 1900 4. Jón f. 19. mars, 1901 d. í fæðingu 5. Valdheiður Ólöf f. 8. janúar, 1903 6. Jón Sigmundur f. 19. mars, 1904 7. Anna f. 13. ágúst, 1905 8. Jóhanna Sigrún f. 27. nóvember, 1906 9. Solveig Sumarrós f. 23. apríl, 1908, d. 19. september, 1908 10. Halldór f. 1. nóvember, 1909 11. Solveig Sumarrós f. 13. apríl, 1914 12. Herbert Allan f. 11. október, 1917.
Halldór fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum og systkinum árið 1883 og þaðan í Akrabyggð í N. Dakota. Hann fór þaðan norður til Nýja Íslands árið 1896 og fékk vinnu í Fljótsbyggð. Þar kynntist hann Önnu Sigríði sem þar bjó með sínum foreldrum, Hálfdáni Sigmundssyni og Solveigu Árnadóttur. Þau fluttu suður til Roseau í Minnesota vorið 1897 en þar bjuggu þá foreldrar Halldórs. Dvöl þeirra þar var stutt því þau sneru aftur til Nýja Íslands ári síðar og settust að í Riverton.
