ID: 19542
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1951
Halldór Halldórsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 27. janúar, 1875. Dáinn í Victoria í Bresku Kolumbíu 18. febrúar, 1951.
Maki: Laura Larson af dönskum ættum.
Börn 1. Páll.
Halldór flutti til Ástralíu árið 1898 og vann þar og í Nýja Sjálandi í nokkur ár. Flutti til Winnipeg árið 1908 þar sem hann stundaði fasteignasölu og húsbyggingar. Flutti til Kaliforníu árið 1925, sneri þaðan aftur til Winnipeg en endaði í Bresku Kolumbíu.
