Halldór Halldórsson

ID: 4035
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1944

Halldór Halldórsson fæddist 4. júlí, 1867 í Húnavatnssýslu. Dáinn 11, mars, 1944.

Maki: 18. maí, 1895 Margrét Friðbjörnsdóttir f. 1872 í Eyjafjarðarsýslu.

Börn: 1. Sigurrós f. 1896 2. Anna f. 1897 3. Þórdís f. 1900 4. Halldór f. 1913 5. Paul Fredric f. 1915

Halldór flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum og systkinum. Hann bjó hjá þeim í Nýja Íslandi til ársins 1880 og fór með þeim suður í Thingvallabyggð í N. Dakota árið 1880.  Halldór var verslunarmaður í Mountain um langt skeið en flutti árið 1930 til Chicago og bjó þar til æviloka.