
Halldór Jónatansson Mynd Almanak 1950

Sesselja Oddsdóttir Mynd Almanak 1950
Halldór Jónatansson fæddist í Húnavatnssýslu 19. febrúar, 1873. Skrifaði sig H. J. Halldorson vestra.
Maki: Sesselja Oddsdóttir f. 11. október, 1873 í Dalasýslu, d. 30. janúar, 1958. Skrifuð Cecilia vestra.
Börn: 1. Friðrik 2. Jónatan 3. Alexandrína 4. Oddur Gestur 5. Lillian 6. Steinunn Victoria
Halldór fór vestur ársgamall með foreldrum sínum og systkinum til Kinmount í Ontario árið 1874. Þau settust að í Nýja Íslandi ári síðar og þar veiktist Halldór illilega af bólusótt þeirri sem herjaði á landnámsmenn í byggðinni. Systir hans, Guðrún dó en Halldór var mjög hætt kominn, missti sjón að mestu í tvær vikur. Hann fylgdi foreldrum til N. Dakota haustið 1880 og bjó í Hallson. Snemma árs 1904 var ástandið í íslensku byggðunum í N. Dakota orðið erfitt því ekkert land var til fyrir þá kynslóð sem vaxið hafði úr grasi frá 1880. Fundir voru kallaðir því fregnir af nægu landi í Vestur Kanada höfðu borist. Á einum fundinum var kjörinn landkönnunarnefnd og Halldór formaður hennar. Hann nam land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905 sem var í Wynyardbyggð. Halldór rak verslun á landi sínu og opnaði pósthús sem hann kallaði Sleipnir. Hann reyndist löndum sínum einstaklega vel á frumbýlingsárunum.

Hús þetta byggði Halldór árið 1905 og stóð það stutt frá þar sem Wynyard er í dag. Árið 1908 flutti Halldór hús þetta í þorpið og hélt þar áfram rekstri verslunarinnar og pósthússins. Mynd RbQ.
