Halldór Metúsalemsson

ID: 20641
Fæðingarár : 1882
Dánarár : 1959

Halldór Methusalemsson Mynd VÍÆ IV

Halldór Metúsalemsson fæddist í N. Múlasýslu 21. nóvember, 1882. Dáinn í Winnipeg 13. maí, 1959. Swan Halldór Methusalemsson vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Halldór var sonur Metusalems Einarssonar og Elæinar Ólafsdóttur, á Burstafelli í Vopnafirði. Þar ólst hann upp og fór svo í nám á Akureyri og lærði trésmíði. Hann flutti vestur árið 1906, samferða Birni, bróður sínum. Þeir fóru til Winnipeg og þar bjó Halldór til æviloka. Hann kom heim á Alþingishátíðina 1930 og var eitt ár á Burstafelli. Hann var tónelskur maður, lék í lúðrasveit og samdi sönglög.