Halldór Stefánsson fæddist á Seyðisfirði í N. Múlasýslu 5. mars, 1882. Dáinn í Dauphin í Manitoba 2. apríl, 1963.
Maki: 3. október, 1916 Jörína Auður Gunnarsdóttir f. á Red Deer Point í Manitoba 15. apríl, 1895.
Börn: 1. Guðrún Helga f. 24. júlí, 1917 2. Frances Sigríður f. 6. ágúst, 1918 3. Gunnar Stefán f. 5. apríl, 1920 4. Constance Björk f, 25. desember, 1921 5. Doreen (Þóra) f. 19. mars, 1928.
Halldór fór vestur til Winnipeg árið 1893 með foreldrum sínum, Stefáni Jóhanni Halldórssyni og Sigríði Sigmundsdóttur. Þau settust að í Nýja Íslandi, bjuggu svo á ýmsum stöðum þar til 1914, þá settust þau að í Winnipegosis. Jórína var dóttir Gunnars Friðrikssonar og Guðrúnar Helgu Jörundsdóttur sem settust að í Winnipegosis árið 1899. Leiði Halldórs og Jörínu lágu saman í Winnipegosis þar sem þau bjuggu lengst, stundaði Halldór fiskveiðar í Manitobavatni þar til hann náði 67 ára aldri.
