Halldóra Bjarnadóttir

ID: 4724
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla

Halldóra Bjarnadóttir fæddist árið 1866 í Hnífsdal í Ísafjarðarsýslu.

Maki: Kristján Gabríelsson f. í Ísafjarðarsýslu árið 1859. Christian Gabrielson vestra.

Börn: 1. Bjarni 2. Soffanías 3. Kristján 4. Anna 5. Magnús 6. Kristinn

Kristján fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887, Halldóra fór þangað ári síðar. Kristján vann hér og hvar í Manitoba fyrstu tvö árin en flutti svo til Wallace í Manitoba þar sem hann nam land. Þau bjuggu á því í sjö ár en fluttu síðan í Vatnabyggð árið 1897.