Halldóra Eggertsdóttir fæddist 29. september, 1866 í Barðastrandarsýslu, d. 31. ágúst, 1916 í Hensel í N. Dakota.
Maki: Björn J Austfjörð fæddist á Austurlandi árið 1864.
Börn: 1. Eggert (Eikard) f. 1889 2. Soffía (Sophia) f. 1894 3. Jónína Sigríður f. 5. apríl, 1897 4. María (Mary) f. 16. desember, 1899 5. Haraldur (Harold) f. 1907.
Halldóra fór vestur árið 1886 með foreldrum sínum, Eggerti Magnússyni og Soffíu Friðriksdóttur sem settust að í N. Dakota.Heimildir vestra greina ekkert frá uppruna Björns en manntal vestra segir hann hafa komið til Bandaríkjanna árið 1881. Hvort hann hafi farið áður til Kanada er óljóst en heimild vestra segir hann hafa búið einhvern tíma í Manitoba. Hann er fyrst í N. Dakota en flytur til Minnesota árið 1898. Manntal 1900 segir hann vera bónda í Pohlitz hreppi í Roseau sýslu í Minnesota en flytur þaðan því 13. febrúar 1905 leggur hann inn umsókn um jörð á skrifstofu í Crookston en 1910 er hann farinn aftur til N. Dakota í Akra byggð þar sem hann starfar við sölumennsku. Bjó áfram í N. Dakota.
