Halldóra Einarsdóttir

ID: 2189
Fæðingarár : 1872

Halldóra Einarsdóttir Mynd VÍÆ II

Halldóra Einarsdóttir fæddist á Refsstöðum í Borgarfjarðarsýslu 17. júlí, 1872.

Maki: 19. desember, 1895 Grorge Smith f. í Ontario 1. nóvember, 1863, d. í Brandon, Manitoba 5. maí, 1926.

Börn: 1. Victor f. 1. september, 1902 2. Ellen f. 1906.

Halldóra flutti vestur árið 1887 og settist að í Brandon. Hún bjó í Brandon til ársins 1895, flutti þá með manni sínum til Winnipeg þar sem þau voru til ársins 1902. Fóru þá til Brandon og þar bjó Halldóra til ársins 1936.