Halldóra Einvarðsdóttir

ID: 3437
Fæðingarár : 1867
Dánarár : 1938

Halldóra Þorbjörg Einvarðsdóttir fæddist í Mýrasýslu 21. ágúst, 1867. Dáin í Lundarbyggð 19. janúar, 1938.

Maki: 1889 Þórarinn Guðlaugsson f. 23. september, 1857 í Snæfellsnessýslu, d. í Lundarbyggð 5. janúar, 1939. Thorarinn Breckman vestra. Nafnið dregið af Klungurbrekku í Skógarstrandarhreppi.

Börn: 1. Einvarður (Ed) f. í Winnipeg 9. febrúar, 1889  2. Karitas Kristný f.  Winnipeg 10. júní, 1897  3. Halldór Kristinn f. 1901 4. Guðlaugur Magnús f. 17. ágúst, 1900.

Þórarinn fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 ásamt móður sinni, ekkjunni Karítas Guðmundsdóttur, og systkinum. Þau bjuggu í borginni fyrstu árin. Þórarinn tók þátt í uppreisn indjána í vestur Kanada árið 1885 og annaðist vistaflutninga til hermannanna. Hann og Halldóra fluttu í Lundarbyggð árið 1899 og bjuggu þar alla tíð.